STEFNA UM FRIÐHELGI

Herbalife International, Inc. hefur einsett sér að vernda friðhelgi og öryggi einstaklinga sem fara inn á vefslóð/ir Herbalife (“slóðina”). Markmiðið með þessari stefnu um friðhelgi er að tilkynna þér hvaða upplýsingum er heimilt að safna um þig þegar þú ferð inn á slóðina, hvernig Herbalife og/eða aðrar persónur eða aðilar, sem kunna að fá aðgang að slíkum upplýsingum, kunna að nota slíkar upplýsingar, óskir þínar varðandi öflun upplýsinganna, notkun og dreifingu þeirra, möguleika þína til að ritstýra, uppfæra, leiðrétta eða eyða slíkum upplýsingum, svo og öryggisráðstafanir sem við höfum gert til að vernda friðhelgi þína.

Söfnun upplýsinga

Þegar þú ferð inn á slóðina kannt þú að verða beðin/n um að veita tilteknar persónulegar upplýsingar (t.d. skírnarnafn og föðurnafn/eftirnafn, póstfang, borg, ríki, póstnúmer, símanúmer, netfang, greiðslukortanúmer, bankaupplýsingar í sambandi við sjálfvirkt innlán/skuldfærslu o.s.frv.). Slíkar upplýsingar gera okkur kleift að stjórna viðskiptum okkar, veita viðskiptavinum þjónustu, koma á framfæri tilboðum um vörur, sem þú kannt að hafa áhuga á eða aðrir sem þú kynnir vörurnar fyrir, og til að afgreiða pöntun þína. Þú getur að eigin vali gefið okkur upp persónulegar upplýsingar um þig. Ef þú óskar ekki eftir að veita okkur persónulegar upplýsingar biðjum við þig að senda þær ekki til okkar. Við kunnum einnig að safna ópersónutengdum upplýsingum frá þér þegar þú ferð inn á slóðina (t.d. IP-númeri, tegund vafra (browser), umdæmisheiti o.s.frv.) Slíkum upplýsingum er safnað og þær greindar í heild í því skyni að bæta virkni og innihald slóðarinnar.

Notkun upplýsinga

Við notum upplýsingar þær, sem safnað er saman um þig, í ýmsu skyni, t.d. til að staðfesta og afgreiða pöntun þína, bæta þér við á netfangaáskriftalista okkar, afhenda nafn þitt dreifingaraðilum Herbalife vegna hugsanlegs áhuga þíns á vörum okkar og viðskiptatækifærum, við greiningu á markaðsþróun og staðtölum, til að auka við starfsemi slóðarinnar varðandi innihald og auglýsingar og senda upplýsinga- og kynningarefni um Herbalife og önnur fyrirtæki. Við höfum nú þegar viðskiptasambönd og kunnum að þróa önnur viðskiptasambönd í framtíðinni. Í slíkum tilvikum kunnum við að afhenda eða með öðrum hætti að veita aðgang að upplýsingum, sem hefur verið safnað um þig, og gera viðskiptafélögum okkar kleift að hafa samband við þig varðandi vörur og þjónustu sem kunna að þykja áhugaverðar. Við kunnum að ráða söluaðila til að leysa verkefni fyrir okkur. Dæmi um það kunna að vera afgreiðsla pantana, afhending pakka, stjórnun tölvupóstsendinga, vinnsla greiðslukortagreiðslna og veiting þjónustu í þágu viðskiptavina. Slíkir söluaðilar eru samningsbundnir um að nota slíkar trúnaðarupplýsingar aðeins í þeim tilgangi sem þeir eru ráðnir til. Okkur er heimilt að gefa upp upplýsingar, sem við höfum safnað um þig, þegar við teljum að slíkt sé nauðsynlegt til að auðkenna, hafa samband við eða lögsækja persónur eða aðila, sem kunna að valda þér, okkur eða öðrum tjóni. Okkur er einnig heimilt að gefa upplýsingar þegar við teljum að slíks sé krafist samkvæmt lögum.

Aðgangur dreifingaraðila að undirlínuskýrslum

Undirlínuskýrslur, sem hafa geyma öll gögn um undirlínu dreifingaraðila, þ.m.t., en takmarkast þó ekki við, nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer, netfang, faxnúmer, stig eða röð, staðtölur um magn og sölu, eru afhentar dreifingaraðilum í fullum trúnaði og í þeim tilgangi einum að styðja viðskiptavini og dreifingaaðila í undirlínukerfi viðkomandi dreifingaraðila í því skyni þróa Herbalife-viðskiptin. (Í undirlínukerfinu eru allir dreifingaraðilar, sem dreifingaraðilinn hefur gerst stuðningsaðili fyrir, og síðan allir einstaklingar sem slíkir dreifingaraðilar hafa gerst stuðningsaðilar fyrir.)

Undirlínuskýrslur, þ.m.t. öll gögn sem fólgin eru í þeim, teljast vera trúnaðarmál og einkaleyfisvernduð leyndarmál Herbalife (hér eftir nefnd “leynilegar upplýsingar”). Dreifingaraðilum er ekki heimilt að safna, dreifa eða taka sama trúnaðarupplýsingar eða persónulegar upplýsingar eða heildarupplýsingar um aðra Herbalife-dreifingaraðila eða viðskiptavini þeirra nema í tengslum við sína eigin undirlínu og þá aðeins í því skyni að stuðla að Herbalife-viðskiptum sínum og stjórna, örva og þjálfa undirlínu sína.

Verndun barna

Slóðin er almenn og ætluð fyrir almennan aðgang en ekki sérstaklega ætluð eða beint til barna. Við söfnum hvorki, notum né dreifum af ásettu ráði neinum persónulegum upplýsingum frá börnum undir 13 ára aldri. Ef við hins vegar komust að raun um að persónulegum upplýsingum um barn undir 13 ára aldri hafi veri safnað á slóðinni munum við aðeins nota slíkar upplýsingar til þess að hafa samband við foreldra eða forráðamann barnsins til þess að afla sannanlegs samþykkis foreldra. Takist okkur ekki að afla samþykkis innan eðlilegs tíma, eða ef foreldri eða forráðamaður, þegar haft er samband við þau, óskar eftir því að við notum hvorki né viðhöldum slíkum upplýsingum, munum við gera okkar besta til að eyða þeim úr skrám okkar. Samkvæmt beiðni foreldris eða forráðamanns mun Herbalife gefa lýsingu á sérstökum tegundum persónulegra upplýsinga sem safnað er frá barni undir 13 ára aldri.

Skilríki (Cookies)

Skilríki (cookies) eru smávægilegar upplýsingar sem eru vistaðar á harðdrifum. Við kunnum að nota slíkar upplýsingar til að bera kennsl á þig þegar þú ferð inn á slóðina til þess að veita þér betri þjónustu sem notanda. Skilríki innihalda ekki neinar auðkennandi upplýsingar, svo sem nafn, eða viðkvæmar upplýsingar, svo sem greiðslukortanúmer. Við kunnum að heimila þriðja aðila að nota slík skilríki á slóðinni. Við stjórnum hvorki né notum innihald skilríkja þriðja aðila. Vafrar heimila þér gjarnan að eyða núverandi skilríkjum af harðdrifinu, hefta notkun skilríkja og/eða verða var við þegar skilríki verða á vegi þínum. Ef þú velur að hefta skilríki er hugsanlegt að þú getir ekki haft full not af eiginleikum og aðgerðum slóðarinnar.

Tengingar þriðja aðila

Slóðin kann að innihalda tengingar við vefslóðir, sem eru starfræktar og viðhaldið af þriðja aðila sem við höfum enga stjórn á. Hvers konar upplýsingar, sem þú veitir á vefslóðum þriðja aðila, falla undir stefnu viðkomandi vefslóðar um friðhelgi og þess vegna hvetjum við þig til að kanna og spyrja spurninga áður en þú gefur nokkrar upplýsingar til þeirra sem starfrækja vefslóðir þriðja aðila. Við berum alls enga ábyrgð eða skaðabótaskyldu varðandi innihald, aðgerðir eða stefnu vefslóða þriðja aðila. Þótt vefslóðir þriðja aðila séu tilgreindar á vefslóð okkar jafngildir það alls ekki samþykki fyrir innihaldi, aðgerðum eða stefnu slíkra vefslóða.

Aðgangur að og leiðréttingar á upplýsingum frá þér

Ef þú finnur einhvers konar ónákvæmni í persónulegum upplýsingum þínum eða ef þú þarft að gera breytingar eða óskar eftir að sannprófa slíkar upplýsingar biðjum við þig að hafa samband við okkur svo að við getum uppfært skrár okkar eða þú getur farið inn á Netið til einhverra vefslóða Herbalife og uppfært sjálf/ur upplýsingar þínar. Hér að neðan eru upplýsingar um hvernig þú getur haft samband við okkur. Við gerum okkar besta, að teknu tilliti til viðskiptalegra sjónarmiða, til að verða við öllum slíkum beiðnum.

Öryggi

Við gerum eðlilegar ráðstafanir til að tryggja að þær persónulegu upplýsingar, sem við söfnum um þig, séu og verði nákvæmar, tímanlegar og öruggar. Því miður er það svo að ekki er unnt að tryggja að neinir gagnaflutningar um Netið séu algerlega öruggir og þótt við leitumst við að vernda persónulegar upplýsingar þínar getum við ekki tryggt eða ábyrgst algjört öryggi þeirra. Við berum ekki ábyrgð á tjóni, sem þú eða nokkur annar einstaklingur, kann að verða fyrir sökum brots á trúnaði varðandi notkun þína á slóðinni eða hvers konar upplýsingar sem þú sendir inn á slóðina okkar.

Breytingar á stefnu

Stefna okkar um friðhelgi gildir frá og með 7. ágúst 2000. Herbalife áskilur sér rétt til að breyta þessari stefnu um friðhelgi hvenær sem er. Hvers konar breytingar á samningi þessum ganga í gildi þegar við tilkynningu þess efnis sem kann að verða send þér í tölvupósti eða á nýjustu útgáfu af slóðinni okkar (hér eftir efnd “tilkynning”). Notkun þín á slóðinni eftir að slík tilkynning hefur verið gefin telst jafngilda samþykki þínu fyrir slíkum breytingum. Kynntu þér þessa stefnu um friðhelgi reglulega til þess að tryggja þér vitneskju um nýjustu útgáfu hennar. Þú getur auðveldlega fengið staðfest hvort nokkrar breytingar hafa verið gerðar síðan þú fórst síðast inn á slóðina með því að athuga dagsetninguna þegar stefnunni var breytt síðast, en hún er tilgreind aftast í stefnunni. Ef þú ert ekki samþykk/ur slíkum breytingum þá höfum við hliðsjón af fyrri stefnum varðandi hvers konar gögn sem safnað hefur verið áður. Ef þú ert ekki samþykk/ur breytingunum óskum við eftir því að þú farir ekki inn á slóðina eftir birtingu slíkra breytinga á Netinu. Ef þú notar slóðina eftir birtingu slíkra breytinga á stefnu um friðhelgi telst það jafngilda því að þú samþykkir allar slíkar breytingar.

Spurningar eða athugasemdir eða að hafa samband við okkur

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir fram að færa um þessa stefnu um friðhelgi eða ef þú óskar eftir fá aðgang að eða gera breytingar á upplýsingum um þig ertu vinsamlegast beðin/n að hafa samband við deild okkar um tengsl við dreifingaraðila (Distributor Relations) í síma 866-866-4744.

Síðast breytt 29. júlí 2003.