Fersk nálgun
Herbalife24-úrvalið, sem grundvallast á nýjustu vísindaþekkingu, er ætlað öllum. Herbalife24-úrvalið hentar í senn frístundaskokkurum, dugnaðarforkum í ræktinni og afreksfólki í íþróttum og býður upp á vörur til að hjálpa til við að undirbúa líkamann fyrir áreynslu, þjálfa sig og endurheimta kraftana í kjölfarið. Unnt er að sérvelja vörurnar miðað við þjálfunardagskrána hjá hverjum og einum. Þessi sólarhringsnæring fyrir íþróttaiðkendur gefur kost á að stíga framfaraskref, bæði hvað varðar þjálfun, frammistöðu og endurheimt krafta.
Við ábyrgjumst að sjálfstæður þriðji aðili sjái um að skima allar framleiðslulotur af sérhverri vöru fyrir bönnuðum efnum. Til tryggingar fyrir neytendur er unnt að rekja vörurnar eftir lotunúmeri sem er áletrað á þær og fletta þeim upp á www.informed-sport.com. Allar Herbalife24-vörurnar eru lausar við gervilitarefni. Í Prolong, Hydrate, Rebuild Strength og Rebuild Endurance úr Herbalife24-úrvalinu eru engin gervibragðefni.
Herbalife24. Sólarhringsnæring fyrir einbeitt íþróttafólk.™