Heather Jackson

Heather, sem fæddist í Exeter, New Hampshire, er atvinnukona í þríþraut. Hún sneri sér að þessari íþrótt eftir að hafa stundað íshokkí í mörg ár, þ.á m. fjögur ár í Princeton háskólanum. Hún uppgötvaði hrifningu sína af þríþraut árið 2007. Eftir að hafa kennt ensku í Tælandi og heimssögu í Kaliforníu um nokkurt skeið ákvað Heather að verða atvinnukona árið 2009. Hún hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn á þríþrautarferli sínum allar götur síðan þá. Hún hefur náð toppsæti á allnokkrum mótum í 70,3 járnkarlsþríþraut, hefur hægt og sígandi klifið upp styrkleikalistann á heimsmeistaramótum og sett nýtt brautarmet í Wildflower Long Course þríþrautinni. Heather, sem er glaðsinna dugnaðarforkur, er bæði þekkt fyrir herskáan keppnisstíl sinn og jákvætt viðhorf.

„Vörurnar frá Herbalife eru einmitt það sem ég þarf sem þolíþróttakona – þær hjálpa mér bæði fyrir, við og eftir hverja æfingu eða keppni.“

„Stuðningurinn frá Herbalife hefur skipt sköpum fyrir þríþrautarferil minn.“

—Heather Jackson