Nicolás Fuchs

Nicolás Fuchs, sem er atvinnumaður í rallakstri, verður tíðrætt um allar þær spennandi stundir sem íþróttin skapar honum. Hann leggur áherslu á að bílarall gefi honum frábært tækifæri til að byggja upp vináttu við samstarfsteymið sitt, sem hann telur vera hluta af fjölskyldunni. Nicolás er bæði heillaður af vélvirkjun og starfi sínu sem kappakstursmaður og í sameiningu gerir þetta honum kleift að takast á við sífellt erfiðari áskoranir innan íþróttarinnar. Nicolás, sem keppir næstum tuttugu sinnum á ári, talar um hversu krefjandi þessi íþróttagrein er. Bæði keppni og æfingar geta varað allt upp í tíu klukkustundir og hann telur næringu og hreysti skipta sköpum fyrir árangurinn. Hann vinnur í mörgum þáttum til að bæta líkamlegt atgervi sitt, t.d. leggur hann áherslu á að æfa jafnvægi og skjót viðbrögð. Íþróttanæringarfræðingurinn hans, Anunziata Morris, bendir á hversu mikilvægt er fyrir Nicolás að halda sig í kjörþyngd og nefnir í því sambandi að vörurnar frá Herbalife innihalda einmitt rétta magnið af próteini, kolvetnum, vítamínum og steinefnum til að hjálpa honum að hafa kraft til að þjálfa sig.

 
 
 
 
 
 
 
 

Nicolás Fuchs þreytti frumraun sína sem rallökumaður árið 2005 á Premio Presidente de la República rallmótinu í Perú. Tveimur árum síðar landaði hann fyrsta sigrinum þegar hann keppi í N4-flokknum á þessu sama rallmóti. Síðan þá hefur Nicolás fest sig í sessi sem sigursælasti ökumaðurinn í Perú eftir að hafa náð fyrsta sæti á hverju meistaramótinu á fætur öðru í rallakstri í þar í landi. Hann komst í sviðsljósið þegar hann hreppti meistaratitil í fyrsta sinn sem hann tók þátt í Inca Trail bílarallinu árið 2009. Sú keppni er einn örfárra viðburða í heiminum sem býður enn upp á gífurlega langa vegalengd. Árið 2011 mætti Nicolás í öllu sínu veldi á heimsmeistaramótið í rallakstri á fjöldaframleiddum bílum og lenti í fimmta sæti í heildina eftir sannkallaða tímamótaframmistöðu. Árið 2013 varð hann bikarmeistari í rallakstri á fjöldaframleiddum bílum eftir að hafa unnið sex mót í röð. Hann var fyrsti Perúbúinn til að hljóta þau verðlaun. Árið 2014 keppti Nicolás í WRC2-heimsmeistaramótinu (World Rally Championship 2) á vegum alþjóðlegu bifreiðasamtakanna, FIA, þar sem ökumenn á fjöldaframleiddum bílum þurfa að kljást við erfiðustu og fjölbreyttustu aðstæður hér á jörðu.

„Þessi íþróttagrein krefst mikillar ástríðu. Fyrir mig snýst þetta alfarið um ástríðu mína fyrir að aka bíl.“

„Bílarall er íþróttagrein sem skapar alveg stórkostlega tilfinningu innra með manni. Þetta er algert adrenalínskot.“

„Þegar framundan eru tíu klukkustundir í bíl er ekkert mikilvægara en staðgóður morgunverður. Menn þurfa á mikilli orku að halda við aksturinn.“

—Nicolás Fuchs